Fjárlög 2000

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 11:19:42 (3073)

1999-12-16 11:19:42# 125. lþ. 47.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[11:19]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Afgreiðsla fjárlaga er alvarlegt mál og ég lít hana alvarlegum augum. Ég fagna því að það er aukið fjármagn til heiðursverðlauna listamanna, ég tel þetta hið þarfasta verk í sjálfu sér. Hins vegar harma ég að ekki skuli hafa verið teknir fleiri inn, fleiri sem þar verðskulduðu líka sess. Ég bendi á að víða úti um land eru líka verðugir listamenn, herra forseti, sem ættu alveg fyllilega skilið að fylla þennan hóp. Þess vegna legg ég áherslu á það, herra forseti, að þessi listi verði endurskoðaður og hann taki til fleiri merkra manna heldur en bara hér á þessu svæði.