Fjárlög 2000

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 11:23:10 (3074)

1999-12-16 11:23:10# 125. lþ. 47.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[11:23]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Í þessari brtt. leggjum við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs til að við liðinn Greiðslur vegna sauðfjárframleiðslu bætist 250 millj. kr. og það verði merkt stuðningi við sauðfjárbændur. Það er enginn vafi á því að fáar ef nokkrar stéttir hafa á seinni árum mátt þola annað eins tekjufall og aðrar eins þrengingar og einmitt þessi stétt manna nú á milli ára en algengt er að bændur meti tekjufall sitt á stærðargráðunni 30--40%. Hvað sem líður væntanlegum búvörusamningi sem vonandi verður gerður fljótlega þá er ljóst að það eru allar aðstæður til þess og brýn þörf á að grípa til bráðaaðgerða vegna þessa vanda. Það eru mikil vonbrigði, herra forseti, að hæstv. ríkisstjórn skuli ætla að loka fjárlagafrv. næsta árs án þess að sýna nokkurn lit í þessum efnum. Við leggjum því til, þó í litlu sé, að þarna verði aukið við 250 millj. til að koma eitthvað til móts við sárasta vandann í þessum efnum.