Fjárlög 2000

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 11:26:39 (3075)

1999-12-16 11:26:39# 125. lþ. 47.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[11:26]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Hér er um að ræða fjármagn í varasjóð til þess að koma til móts við þann mikla vanda sem mörg sveitarfélög, sérstaklega úti á landi, standa frammi fyrir vegna þess að þau hafa þurft að leysa til sín félagslegar eignaríbúðir á fullu verði en hafa ekki getað selt þær aftur á sama verði og því hefur safnast upp hjá þeim verulegur halli. Það var rætt um það fyrr í haust, herra forseti, að til umræðu væri hugsanlegt fyrirheit um að leggja fram sérstakt fé í þennan varasjóð eins og lög heimila og því leggjum við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs þetta afar eindregið til, herra forseti.