Fjárlög 2000

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 11:34:15 (3081)

1999-12-16 11:34:15# 125. lþ. 47.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[11:34]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Mér fyndist það með öllu óafsakanlegt ef Alþingi samþykkti ekki þessa tillögu um að bæta tekjutryggingu ellilífeyrisþega og reyndar aðrar tillögur sem hér koma til sögunnar og til atkvæðagreiðslu varðandi örorkulífeyrisþega. Við hefðum viljað ganga lengra og lögðum fram tillögu sem Alþingi hefur því miður fellt um enn þá hærra framlag til þessara mála. En að þeirri tillögu felldri legg ég til að við styðjum þá tillögu sem hér kemur til atkvæða.