Fjárlög 2000

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 11:35:31 (3082)

1999-12-16 11:35:31# 125. lþ. 47.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[11:35]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Þingmenn hafa fellt þá tillögu sem við lögðum til um hækkun á tekjutryggingu til aldraðra í góðærinu. Hér erum við að greiða atkvæði um hækkun á tekjutryggingu til örorkulífeyrisþega. Við vitum hvernig staðan er hjá öryrkjum. 43% öryrkja hafa engar aðrar tekjur en almannatryggingarnar fyrir sig að leggja. Börn öryrkja geta ekki tekið þátt í samfélaginu vegna þess hve bág kjör eru á heimilum öryrkja.

Herra forseti. Ég skora á þingmenn að leggja sitt lóð á vogarskálarnar og greiða þessari tillögu atkvæði sitt þannig að öryrkjar fái skárri kjör en þeir búa við í dag. Við eigum ekki að líða það að fólk þurfi að sækja til hjálparstofnana og líknarfélaga til þess að hafa í sig og á. Ég segi já.