Fjárlög 2000

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 11:47:30 (3087)

1999-12-16 11:47:30# 125. lþ. 47.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[11:47]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Hér er gert ráð fyrir 230 millj. kr. framlagi til almannatrygginga vegna tannlækninga og tannverndar. Áður hafa þingmenn úr Vinstri hreyfingunni -- grænu framboði flutt tillögur af sama toga. Á síðasta þingi voru þessar tillögur eða þessar upphæðir hærri en staðreyndin er sú að það hefur verið komið nokkuð til móts við hugmyndir okkar þannig að barátta okkar hefur þegar skilað árangri. Við leggjum til 140 millj. framlag til barna og unglinga en tillögur þær sem við höfum lagt fram til að bæta stöðu elli- og örorkulífeyrisþega í þessu efni hljóða upp á um 90 millj. kr. en samtals gerir þetta 230 millj. kr. Þetta er réttlætismál fyrir börn og unglinga og barnafólk. Þetta er réttlætismál fyrir aldrað fólk og öryrkja en þetta mun einnig skila sér sem góð fjárfesting til þjóðfélagsins alls þegar til lengri tíma er litið.