Fjárlög 2000

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 11:59:10 (3092)

1999-12-16 11:59:10# 125. lþ. 47.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[11:59]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Hér er lagt til að veitt verði fjármagn til að styrkja dreifikerfi raforku í sveitum. Eitt brýnasta byggðamál okkar í dag er að styrkja dreifikerfi raforku og jafnframt að koma upp þriggja fasa rafmagni sem víðast. Það er sorglegt, herra forseti, að til þess að draga úr þenslu skuli vera gripið til þess af hálfu ríkisstjórnarinnar að skerða umsamið framlag til þessa málaflokks við fjárlagagerðina núna um 50 millj. kr. eins og fjárlög gera ráð fyrir. Þetta er hörmulegt, herra forseti. Því leggjum við til að þingið taki nú á, bæti úr og sendi góðar kveðjur út um dreifbýlið og samþykki aukin framlög til dreifikerfa raforku í sveitunum.