Fjárlög 2000

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 12:04:34 (3095)

1999-12-16 12:04:34# 125. lþ. 47.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[12:04]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Hér finnst mér vera undarlegar ráðstafanir á ferðinni. Hollustuvernd ríkisins sætir lækkun á sértekjum um 2 millj. kr. vegna lækkunar á tekjum við mengunarvarnir. Satt að segja, herra forseti, hefði maður haldið að stofnuninni yrði bætt upp þessi lækkun á tekjum um 2 millj. Nei, það er ekki gert. Samkvæmt þessu er stofnuninni gert að lækka útgjaldaliði sína um 2 millj. á móti. Mér finnst þetta skrýtin ráðstöfun, herra forseti. Þetta er stofnun sem er þegar í fjársvelti og á það sannarlega skilið þegar sértekjurnar lækka að fá þá uppbót úr ríkissjóði. Ég segi nei.