Fjárlög 2000

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 12:13:19 (3100)

1999-12-16 12:13:19# 125. lþ. 47.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[12:13]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Svo að það sé nú á hreinu, þá er hér verið að leita eftir heimild til að selja eyjuna Elliðaey á Breiðafirði, undanskilinn er að vísu viti og tengdur búnaður ásamt aðgengi að honum.

Herra forseti. Maður spyr sig og ég spurði hæstv. ráðherra að því í gærkvöldi: Hvað í ósköpunum á að fara að gera með það að selja náttúruperlur eins og Elliðaey á Breiðafirði eða Málmey í Skagafirði? Hverjum á að selja þessar eyjar? Stendur til að taka þær úr eigu almennings og afhenda þær einkaaðilum sem geta þess vegna lokað þær af og meinað öðrum aðgang að slíkrum náttúruperlum?

Í tilviki Elliðaeyjar er á ferðinni perla sem er í nágrenni við næsta fyrirhugaðan þjóðgarð Íslendinga á Snæfellsnesi og reyndar hefur iðulega verið rætt um að gera allt Breiðafjarðarsvæðið að sérstöku friðlýstu svæði eða þjóðgarði. Það er fullkomlega óeðlilegt, herra forseti, að vera að setja heimild til sölu þessarar eignar inn í fjárlögin. Ég er andvígur því og treysti hæstv. ríkisstjórn ekki til að fara með málið og segi nei.