Fjárlög 2000

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 12:16:34 (3102)

1999-12-16 12:16:34# 125. lþ. 47.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[12:16]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Hér er tillaga um það að veita heimild til þess að selja eyjuna Málmey á Skagafirði. Með því að veita þessa heimild hefur Alþingi engin frekari afskipti af því hvernig henni verður ráðstafað. Þetta er ein af perlum Skagafjarðar og það ætti að vera stolt okkar að eiga hana til almenningsnota.

Það má vel vera að aðrir aðilar eins og sveitarfélögin gætu líka komið að sem eigandi en þá er í lófa lagið, herra forseti, að gera um það samninga fyrst og afgreiða það síðan héðan á Alþingi með reisn.

Ég vil líka benda á það, herra forseti, að það er álagabundið að versla með Málmey þannig að ég vara við því að það sé gert.