Fjárlög 2000

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 12:24:31 (3105)

1999-12-16 12:24:31# 125. lþ. 47.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, EMS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[12:24]

Einar Már Sigurðarson:

Herra forseti. Hér flytjum við tillögu sem er fyrst og fremst táknræn um að áhugi sé á því að spara í ríkiskerfinu. Í fyrsta lagi leggjum við til að önnur gjöld ráðuneyta lækki um 800 millj. kr. en þetta eru um 2,5% af þessum liðum samanlagt. Í öðru lagi að ráðuneytum verði falið að skera niður ferða- og risnukostnað um 400 millj. kr. sem er um 20% af þessum samanlögðu liðum. Hér er því gerð tillaga um að skera niður um 1.200 millj. Ég segi já, herra forseti.