Fjárlög 2000

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 12:31:36 (3110)

1999-12-16 12:31:36# 125. lþ. 47.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, fjmrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[12:31]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Hér er að eiga sér stað að mörgu leyti söguleg afgreiðsla. Alþingi er að afgreiða fjárlög ríkisins með meiri afgangi en nokkru sinni fyrr, hvort heldur sem litið er á niðurstöðutölurnar eða þær skoðaðar sem hlutfall af landsframleiðslu. Það er líka afgangur af ríkissjóði þó að áhrif uppsveiflunnar í efnahagslífinu séu tekin frá. Það er auðvitað grundvallaratriði og þess vegna er þetta frv. sem hér er verið að samþykkja gríðarlega mikið útspil að því er varðar viðskiptahalla og verðbólguspá.

En þetta frv. er líka sögulegt og þessi afgreiðsla vegna þess að nú er í fyrsta skipti staðið við lög um þingsköp um þann tíma sem ráðgert er að afgreiða þetta mál. Ég vil þakka fjárln. þingsins sérstaklega, bæði meiri hluta og minni hluta, fyrir afskaplega gott samstarf í þessu máli sem ég tel að sé til fyrirmyndar og auðvitað til eftirbreytni í framtíðinni. Ég segi já, herra forseti.