Fjárlög 2000

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 12:33:46 (3112)

1999-12-16 12:33:46# 125. lþ. 47.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, EMS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[12:33]

Einar Már Sigurðarson:

Herra forseti. Nú er komið að lokaafgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2000. Því miður tekur frv. ekki á þeim meginvandamálum sem til staðar eru í efnahagskerfi þjóðarinnar. Það er ekki tekið nægilega mikið mark á þeim viðvörunum sem fram hafa komið í umræðu um fjárlög og frá ýmsum efnahagsstofnunum. Viðskiptahallinn er vaxandi. Verðbólgan er komin í gang á ný og þenslueinkenni eru mikil. Þá er ekki bættur hagur þeirra sem minnst hafa fengið út úr góðærinu.

Herra forseti. Fjárlögin eru á ábyrgð stjórnarmeirihlutans. Þingmenn Samfylkingarinnar munu sitja hjá.