Fjárlög 2000

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 12:35:24 (3114)

1999-12-16 12:35:24# 125. lþ. 47.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[12:35]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Það er rétt að fjárlög nú eru afgreidd með meiri tekjuafgangi en áður hefur verið en sá tekjuafgangur er dýrkeyptur. Við stöndum frammi fyrir meiri viðskiptahalla en við höfum líklega nokkru sinni staðið frammi fyrir. Við stöndum frammi fyrir meiri byggðaröskun og áframhaldandi byggðaröskun sem er eitt mesta efnahagsböl þjóðarinnar. Við stöndum frammi fyrir vaxandi ójöfnuði í þjóðfélaginu, meiri misskiptingu á tekjum og ráðstöfunum sem birtast m.a. í aukningu á skuldasöfnun heimilanna.

Herra forseti. Til þess að við getum framfylgt líka þessum fjárlögum þarf að styrkja löggjafarsamkomuna. Það þarf að styrkja hana gagnvart framkvæmdarvaldinu og það erum við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs reiðubúin að gera. Ég þakka samstarfsmönnum í fjárln. fyrir gott samstarf.