Skattfrelsi norrænna verðlauna

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 15:21:03 (3141)

1999-12-16 15:21:03# 125. lþ. 47.10 fundur 4. mál: #A skattfrelsi norrænna verðlauna# frv. 126/1999, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[15:21]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Við hv. þm. stöndum oft frammi fyrir því að þurfa að velja lítil skref eða engin skref. Þetta er lítið skref og ég fellst á það þess vegna. Ég veit að það hefur ekki komið fram nein tillaga um að fella þetta allt niður þannig að ég styð þetta litla skref í átt til betra skattkerfis, frá því að vera reglugerðarheimild ráðherra sem háð er duttlungum hans, yfir í að vera lög frá Alþingi. Ég styð þá breytingu og styð frv. að því leyti. Hins vegar mundi ég gjarnan vilja sjá allar þessar undanþágur felldar niður.