Tekjuskattur og eignarskattur

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 16:08:07 (3151)

1999-12-16 16:08:07# 125. lþ. 47.11 fundur 5. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (persónuafsláttur maka) frv. 102/1999, MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[16:08]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Þessi tillaga, efni hennar og fyrirætlanir okkar, var kynnt við 1. umr. og hér fer aðeins fram 2. umr. um tekjuskatt og eignarskatt. Þetta er ekki flókin tillaga, aðeins um einfaldar breytingar að ræða. Hins vegar er það alveg klárt að við flutningsmenn þessarar tillögu, ég og hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir, erum tilbúnar til þess að ganga þannig frá að þetta mál geti farið í gegnum þrjár umræður. Spurningin hlýtur af vera sú hver afstaða hæstv. ráðherra er til tillögunnar sjálfrar og innihalds hennar en ekki um tæknileg atriði. En við erum að sjálfsögðu tilbúnar til þess að fara með brtt. í gegnum þrjár umræður.