Ættleiðingar

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 18:19:24 (3178)

1999-12-16 18:19:24# 125. lþ. 47.14 fundur 68. mál: #A ættleiðingar# (heildarlög) frv. 130/1999, ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[18:19]

Ólafur Örn Haraldsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. sagði að nú væru gefnar kærkomnar jólagjafir. Ég vil spyrja hv. þm.: Er það siður á góðum heimilum að gefa sumum jólagjafir og láta önnur börn eiga jól án jólagjafa? Og ég vil líka spyrja: Heldur hv. þm. að þeim sem fengu jólagjafirnar eða eru að fá jólagjafirnar frá okkur, sé ekki nokkur hryggð í brjósti að vita að um leið og þetta fólk er að fá sín réttindi eru aðrir skildir eftir utan garðs?