Ættleiðingar

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 18:47:57 (3186)

1999-12-16 18:47:57# 125. lþ. 47.14 fundur 68. mál: #A ættleiðingar# (heildarlög) frv. 130/1999, KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[18:47]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég er sannfærð um að hv. þm. Katrín Fjeldsted deilir skoðunum með mér. Ég veit alveg hver hennar hugur í þessu máli er. En ég segi samt sem áður, herra forseti, um 6. gr. í lögunum um staðfesta samvist þar sem segir að ættleiðingarlögin gildi ekki um þá sem eru í staðfestri samvist, að hægur vandi væri að setja það orðalag inn í lögin um ættleiðingar að þrátt fyrir orðalag 6. gr. í lögunum um staðfesta samvist þá sé samkynhneigðum í staðfestri samvist heimilt að ættleiða börn.

Þetta er ekki vandamál, herra forseti. Við getum svo auðveldlega séð fram úr svona vandamálum þegar við erum að samþykkja lög hér um hvaðeina. Við getum líka séð fram úr svona vandamáli þegar samkynhneigðir eiga í hlut.