Ættleiðingar

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 18:55:23 (3194)

1999-12-16 18:55:23# 125. lþ. 47.14 fundur 68. mál: #A ættleiðingar# (heildarlög) frv. 130/1999, LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[18:55]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get tekið undir allt sem hv. þm. sagði og ég held að ég geti fullyrt að á undanförnum missirum hefur orðið mjög mikil viðhorfsbreyting hér. Það tekur tíma að henda gömlum hugmyndum. Ég held að við séum að endurvinna þessar hugmyndir og þess vegna segi ég fullum fetum að ég hef fulla trú á því að þessi hugmynd sem við höfum rætt hér og hefur tekið mestan tíma í meðferð nefndarinnar og í umræðum á Alþingi, að þetta mannréttindamál verði orðið að lögum frá hinu háa Alþingi á vordögum.