Skráð trúfélög

Fimmtudaginn 16. desember 1999, kl. 19:29:12 (3207)

1999-12-16 19:29:12# 125. lþ. 47.16 fundur 69. mál: #A skráð trúfélög# (heildarlög) frv. 108/1999, dómsmrh.
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 125. lþ.

[19:29]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir):

Hæstv. forseti. Mig langar til þess að nota þetta tækifæri til að þakka hv. allshn. fyrir afar góða og vandaða vinnu á þessu þingi. Ég veit að þar hefur verið mikið álag. Þar hafa mörg mál verið til umfjöllunar en þeim öllum verið sinnt með sóma. Nokkur mál eru nú þegar orðin að lögum og í dag hafa tvö stjórnarfrv. orðið að lögum, þ.e. greiðslur ríkissjóðs á bótum þolenda afbrota og almenn hegningarlög. Lokið er 2. umr. um tvö önnur mál, um það sem hér er til umræðu og frv. um ættleiðingar. Þar að auki er stórt mál á dagskrá til 1. umr., um persónuvernd og ég veit að það muni fá vandaða umfjöllun.

Hæstv. forseti. Ég vildi aðeins fá að nota þetta tækifæri til að þakka hv. nefndarmönnum í allshn. fyrir vel unnin störf og ekki síst sitjandi formanni, hv. þm. Valgerði Sverrisdóttur.