Um atkvæðagreiðslu

Föstudaginn 17. desember 1999, kl. 11:01:37 (3214)

1999-12-17 11:01:37# 125. lþ. 48.95 fundur 229#B um atkvæðagreiðslu# (um fundarstjórn), TIO
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 125. lþ.

[11:01]

Tómas Ingi Olrich:

Herra forseti. Ég hef tekið eftir því að hv. 5. þm. Suðurl., sem jafnframt er 3. varaforseti þingsins, getur ekki greitt atkvæði hér eins og aðrir þingmenn. Þetta hefur vakið mikla kátínu í þinginu. Mér er hins vegar ekki hlátur í hug. Hann hefur sama rétt og aðrir til þess. Hann hefur sýnt mikið langlundargeð og ef á að halda atkvæðagreiðslum áfram með þessum hætti, þá held ég að það væri full ástæða til þess að hann verði beðinn velvirðingar á þessu.