Vitamál

Föstudaginn 17. desember 1999, kl. 12:00:52 (3224)

1999-12-17 12:00:52# 125. lþ. 48.15 fundur 57. mál: #A vitamál# (heildarlög) frv. 132/1999, Frsm. 2. minni hluta LB
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 125. lþ.

[12:00]

Frsm. 2. minni hl. samgn. (Lúðvík Bergvinsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir minnihlutaáliti 2. minni hluta samgn. sem hv. þm. Kristján L. Möller ásamt mér stendur að.

Þetta frv. sem við ræðum hér, frv. til laga um vitamál, fékk ágæta umfjöllun í hv. samgn. og ég get sagt það almennt um frv. að það er til bóta. Það leysir af hólmi tæplega 20 ára gömul lög sem hér er verið að fella úr gildi með gildistöku þessara nýju laga.

Hins vegar höfum við hv. þingmenn sem erum fulltrúar Samfylkingarinnar í hv. samgn. ákveðið að sitja hjá við afgreiðslu þessa máls þar sem í frv. er verið að stofna til og koma upp nýjum skattstofni þar sem einkanlega smábátasjómönnum er ætlað að standa undir þeim greiðslum sem menn hafa reiknað sér til að skorti til reksturs leiðsögukerfa við Ísland.

Ég ætla ekki að hafa þetta mál lengra, við teljum að almennt séð sé frv. til bóta en vegna þess að verið er að búa til nýjan skattstofn sem á að leggjast á sjófarendur, þá höfum við ákveðið að sitja hjá við endanlega afgreiðslu þess.