Vitamál

Föstudaginn 17. desember 1999, kl. 12:12:51 (3231)

1999-12-17 12:12:51# 125. lþ. 48.15 fundur 57. mál: #A vitamál# (heildarlög) frv. 132/1999, samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 125. lþ.

[12:12]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil aðeins ítreka það sem ég tel nauðsynlegt að komi fram af minni hálfu í umræðunni, að ég tel eðlilegt að allir sem eru með skip við ströndina leggi eitthvað af mörkum til þeirrar þjónustu sem þarna er veitt á vegum Siglingastofnunarinnar og ég tel að það tryggi mjög og auki öryggið og það er ekki síst mikilvægt fyrir smábátana. Ég tel að þeir verði í miklu betri færum um að gera kröfur um aukið öryggi þar sem þeir eru fullgildir þátttakendur og greiða í þennan sameiginlega sjóð. Ég tel því að þegar upp verður staðið þá muni það fremur verða til þess að styrkja stöðu smábátanna en veikja hana.