Fjarskipti

Föstudaginn 17. desember 1999, kl. 16:09:53 (3267)

1999-12-17 16:09:53# 125. lþ. 48.16 fundur 122. mál: #A fjarskipti# (heildarlög) frv. 107/1999, samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 125. lþ.

[16:09]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er ljóst að samgrh., hver sem hann er, getur ekki skikkað einstök símafyrirtæki til þess að byggja upp þjónustu eins og strandstöðvaþjónustuna. Það hvarflar ekki að mér enda held ég að ofan í kaupið sé ekkert vit í því fyrir þjóðina að margir fjárfesti í slíkum búnaði þó hann sé engu að síður mikilvægur. Hann er mikilvægur fyrir okkur, þjóð sem byggir svo mikið á sjávarútvegi og siglingum.

Við getum vafalaust deilt um þetta svona út og suður en ég tel að þetta sé ekki aðalatriðið. Aðalviðfangsefnið er ekki hver fer með þetta hlutabréf. Ég verð að segja að það hefur ekki truflað mig mjög mikið að öðru leyti en því að auka rexið í stjórnarandstöðunni.