Fjarskipti

Föstudaginn 17. desember 1999, kl. 18:10:18 (3292)

1999-12-17 18:10:18# 125. lþ. 48.16 fundur 122. mál: #A fjarskipti# (heildarlög) frv. 107/1999, samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 125. lþ.

[18:10]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Lúðvík Bergvinsson svaraði sér raunar sjálfur með því að vitna til greinargerðarinnar og mér finnst mjög undarlegt að hann skuli vera að reyna að gera þetta tortryggilegt. Í greinargerðinni með 20. gr. segir:

,,Grein þessi felur í sér nýmæli í íslenskri löggjöf um fjarskipti og leggur þá skyldu`` --- ég undirstrika það --- ,,á rekstrarleyfishafa með umtalsverða markaðshlutdeild að veita fjarskiptafyrirtækjum aðgang að notendum fjarskiptanets á grundvelli nánar tilgreindra skilyrða.``

Það fer því ekkert á milli mála og í bráðabirgðaákvæði II er alveg skýrt tekið fram í lok þess. ,,Aðgangur að heimtaug skv. 20. gr. skal heimilaður sex mánuðum eftir að Póst- og fjarskiptastofnun hefur ákvarðað um fastagjöld fyrir talsíma til samræmis við kostnað og hæfilega álagningu.``

Ég veit ekki hvað hv. þm. vill hafa þetta skýrara en þarna er.