Póst- og fjarskiptastofnun

Föstudaginn 17. desember 1999, kl. 20:34:58 (3310)

1999-12-17 20:34:58# 125. lþ. 48.17 fundur 240. mál: #A Póst- og fjarskiptastofnun# frv. 110/1999, samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 125. lþ.

[20:34]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Herra forseti. Allt er háð því að fjármunir séu til staðar þegar um þjónustu er að ræða þannig að það verður nú vart að skilið, þjónusta og fjármunir til þess að veita hana. Allt hangir það saman.

Það er hlutverk Póst- og fjarskiptastofnunar að hafa eftirlit með þessum póstþjónustufyrirtækjum og þá sérstaklega einkaréttarhlutanum. Sú stofnun sem setur kröfur í starfsleyfi og fylgist með því og fylgir því eftir (JB: Hver er yfirmaður hennar?) að reglunum sé fylgt. (JB: Hver er yfirmaður, æðsti maður?) Það er alveg ljóst og það hefur komið mjög rækilega fram hérna í dag satt að segja hver fer með eignarhaldið á þessu fyrirtæki þannig að það þarf ekki að hefja þá umræðu að nýju. (JB: Hefurðu húsbóndavaldið?)

Ég var að segja það hér áðan, herra forseti, vegna andsvars hv. þm. Jóns Bjarnasonar, að ég hef átt ágætis fund með forsvarsmönnum þessa fyrirtækis, Íslandspósts, og ég treysti því að þeir standi sig í stykkinu við að veita þessa þjónustu. Skýrasta og sterkasta dæmið um að Íslandspóstur vill veita góða þjónustu, ekki síst í dreifbýlinu, er þjónustan sem búið er að setja upp í Grímsey þar sem ágætu pósthúsi var komið fyrir í nýrri flugstöð og það sýnir að ríkur vilji er hjá Íslandspósti til þess að standa sig vel. Ég tel engar líkur á öðru en að framhald verði á því fremur en að það minnki.