Málefni fatlaðra

Föstudaginn 17. desember 1999, kl. 23:40:32 (3351)

1999-12-17 23:40:32# 125. lþ. 48.25 fundur 274. mál: #A málefni fatlaðra# (ráðstöfunarfé Framkvæmdasjóðs 2000) frv. 116/1999, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 125. lþ.

[23:40]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég er alveg nákvæmlega sammála hv. þm. um að það þarf að vera blanda af þessu öllu. En það sem ég var að reyna að segja var að ég tel að það sé ekki heppilegt eða það sé tvíbent að byggja þessi fokdýru sambýli og þurfa síðan að vista þar fólk sem kýs heldur að búa í öðrum úrræðum og hefur getu til þess að búa út af fyrir sig í íbúðum eins og Þroskahjálp hefur verið að benda á.

Tekist hefur að fá leiguhúsnæði bæði í Mosfellsbæ, Grindavík, ég veit að t.d. í Bessastaðahreppi hefur verið mikill áhugi á að koma upp sambýlum. Ég tel að það sé ekkert lokuð leið að hluti af sambýlunum fari í leiguhúsnæði en einhver þeirra verða byggð fyrir fé úr framkvæmdasjóði.

Á hinn bóginn finnst mér að kostnaðurinn við byggingar sambýlanna eða kröfurnar um byggingar á nýjum sambýlum séu orðnar það miklar að það sé varla orðið forsvaranlegt að byggja svo dýrt.