1999-12-18 01:23:58# 125. lþ. 48.13 fundur 224. mál: #A Byggðastofnun# (heildarlög) frv. 106/1999, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 125. lþ.

[25:23]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Ég vildi spyrja hv. þm. Arnbjörgu Sveinsdóttur hvort hún telji að þær breytingar sem verið er að gera á Byggðastofnun verði til þess að snúa byggðaþróuninni við. Hún gerir ýmsar alvarlegar athugasemdir við frv. og setur fram áhugaverðar vangaveltur, t.d. varðandi skipan í stjórnina og hin þröngu tengsl við iðnrn. Er hún mér sammála um að heppilegra hefði verið að efla Byggðastofnun sem sjálfstæða, kröftuga stofnun í stað þess að þrengja sjónarhornið og færa hana alfarið undir eitt atvinnumálaráðuneytanna?