1999-12-18 01:25:42# 125. lþ. 48.13 fundur 224. mál: #A Byggðastofnun# (heildarlög) frv. 106/1999, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 125. lþ.

[25:25]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Ég er áheyrnarfulltrúi í allshn. og hef fylgst með umræðum um þetta frv. þar. Ég get fullvissað hv. þm. um að þar komu fram efasemdir. Einnig má geta þess varðandi nál. allshn. að fulltrúar tveggja flokka skrifa undir það með fyrirvara. Í umræðunni hafa komið fram mjög alvarlegar athugasemdir við þetta frv. Við vitum það líka að í fjölmiðlum hafa birst greinar þar sem sett hefur verið fram mjög ströng gagnrýni á þær breytingar sem hér er í ráðist. Nú heyri ég að hv. þm. Arnbjörg Sveinsdóttir er á einu máli með okkur sem gagnrýnum þessar breytingar á stöðu Byggðastofnunar. Ég tek undir með henni. Ég tel að þessar breytingar séu til þess fallnar að veikja Byggðastofnun en ekki styrkja, eins og látið hefur verið í veðri vaka.