1999-12-18 01:28:08# 125. lþ. 48.14 fundur 214. mál: #A Seðlabanki Íslands# (breyting ýmissa laga, yfirstjórn) frv. 103/1999, Frsm. VS
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 125. lþ.

[25:28]

Frsm. allshn. (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 438 um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 36/1986, um Seðlabanka Íslands, með síðari breytingum. Nál. er frá allshn.

Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Eirík Guðnason frá Seðlabanka Íslands.

Frv. þetta er flutt í samræmi við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sbr. stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 28. maí 1999, að endurskoða lög um Stjórnarráð Íslands, skipan ráðuneyta og verkefni þeirra á kjörtímabilinu. Með frv. er yfirstjórn Seðlabanka Íslands flutt frá viðskrn. til forsrn. sem ráðuneytis efnahagsmála.

Nefndin mælir með því að frv. verði samþykkt óbreytt.

Undir nál. ritar öll allshn. án fyrirvara.