Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Laugardaginn 18. desember 1999, kl. 13:49:33 (3423)

1999-12-18 13:49:33# 125. lþ. 49.19 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, Frsm. meiri hluta HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 125. lþ.

[13:49]

Frsm. meiri hluta iðnn. (Hjálmar Árnason) (andsvar):

Herra forseti. Þeir hafa klúðrað máli, sagði hv. þm. Þetta mál er ekki í höndum stjórnvalda. Það fer fram á milli skipulagsstjóra og framkvæmdaraðila. Þannig er gangur málsins lögum samkvæmt. Framkvæmdaraðili óskar eftir því með bréfi 21. sept. að fram fari úttekt og undirbúningur að 120 þús. tonna álveri í fyrsta áfanga.

Herra forseti. Það er rangt að skipulagsstjóra hafi verið neitað um þessa heimild. Það er beinlínis óskað eftir úttektinni. Formaður samráðshópsins færir jafnframt þau boð framkvæmdaraðilans að þeir óski eftir mati á 120 þús. tonnum. Ég ítreka að mér þykir óeðlilegt að svar Hollustuverndar skuli ekki hafa verið upplýst þegar þetta mál er sérstaklega til umræðu á fundi iðnn.