Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Laugardaginn 18. desember 1999, kl. 13:56:15 (3430)

1999-12-18 13:56:15# 125. lþ. 49.19 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 125. lþ.

[13:56]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Þetta var náttúrlega ekkert svar. Ekki nokkurt svar. Hversu lágt niður getum við farið með orkuverðið til þess að ekki verði tap á virkjuninni? Herra forseti. Ég ákveð að snúa spurningunni aðeins við: Hversu lágt getum við farið? Vitað er að orkuverð er frá 88 aurum upp í 1,20 kr. fyrir kílóvattstundina, við það hafa menn miðað í útreikningum sínum. Ef menn eiga að fara að taka afstöðu til þess hvort halda eigi áfram að virkja þarna verða menn auðvitað að vita hvort hér er um arðbæra framkvæmd að ræða eða ekki. Við þurfum að fá að vita hversu lágt Landsvirkjun getur farið til að ekki verði tap á virkjuninni.

Herra forseti. Ég fer fram á að fá svör við þessu áður en menn taka afstöðu til þess hvort halda eigi áfram með virkjun í Fljóstdal.