Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Laugardaginn 18. desember 1999, kl. 14:10:29 (3441)

1999-12-18 14:10:29# 125. lþ. 49.19 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÁRJ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 125. lþ.

[14:10]

Ásta R. Jóhannesdóttir (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég tek undir orð hv. þm. Rannveigar Guðmundsdóttur og staðfesti að það sem hún las upp áðan frá fundi iðnn. með skipulagsstjóra er rétt. Hvorki skipulagsstjóri né fulltrúar hans á fundinum neituðu að svara nokkru sem spurt var um. Ég, herra forseti, fer fram á það sem fulltrúi í iðnn. að nefndin komi saman og fari í gegnum þau skjöl sem formaður iðnn. telur sig hafa í fórum sínum og staðfesti þær alvarlegu ávirðingar sem komu fram í máli hans þegar hann mælti fyrir meirihlutaáliti iðnn.

Herra forseti. Ég krefst þess að fundinum verði frestað hér með og iðnn. komi saman og fari yfir þessa pappíra. Þetta eru mjög alvarlegar ásakanir sem hér eru á ferðinni.

(Forseti (GuðjG): Það stendur ekki til að fresta þessum fundi eins og forseti hefur þegar tilkynnt.)