Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Laugardaginn 18. desember 1999, kl. 14:11:38 (3442)

1999-12-18 14:11:38# 125. lþ. 49.19 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, KPál (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 125. lþ.

[14:11]

Kristján Pálsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Í máli hv. formanns iðnn. hefur komið í ljós að fyrir liggja gögn um mál sem ekki er hér á dagskrá, þ.e. álverið sjálft í Reyðarfirði. Það er fyrst og fremst verið að tala um gögn sem snúa að því máli en ekki því sem er hér á dagskrá, þ.e. Fljótsdalsvirkjun og framkvæmdir í kringum hana. Ég tel því, herra forseti, að krafa stjórnarandstöðunnar um að fresta þessum fundi eingöngu vegna þessa sé algjör óþarfi og útúrsnúningur. Ég tek undir með hæstv. forseta. Það sem formaður iðnn. sagði hér, hv. þm. Hjálmar Árnason, er skjalfest. Þetta eru ekki dylgjur heldur fyrst og fremst það sem komið hefur fram í gögnum um málið.