Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Laugardaginn 18. desember 1999, kl. 15:19:39 (3454)

1999-12-18 15:19:39# 125. lþ. 49.19 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, Frsm. 1. minni hluta ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 125. lþ.

[15:19]

Frsm. 1. minni hluta iðnn. (Árni Steinar Jóhannsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að við séum að misskilja hvorn annan. Ég er að tala um afgreiðslu umhvn. Ég tel að meiri hluti umhvn. sé samþykkur því og vilji að Fljótsdalsvirkjun fari í lögformlegt umhverfismat. (Gripið fram í: Þú ert á móti því, Árni.) Og að mínu mati er það algjör hártogun að stilla því upp þannig að stuðningsbréf við tillögu sé ekki nægjanlegt til þess að gefa til kynna að meiri hluti sé í nefndinni. Það er bara fundartæknileg hártogun. Í nefndinni er meiri hluti fyrir því að virkjunin fari í lögformlegt umhverfismat.

(Forseti (ÍGP): Forseti minnir hv. þingmenn á að hér talar einn ræðumaður í einu.)