Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Laugardaginn 18. desember 1999, kl. 18:48:08 (3491)

1999-12-18 18:48:08# 125. lþ. 49.19 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 125. lþ.

[18:48]

Ólafur Örn Haraldsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að við hv. þm. Hjálmar Árnason séum alveg sammála um hvernig við unnum að málinu. Það er hárrétt að við fórum inn á Eyjabakka og fengum margvísleg gögn í þeirri ferð og þar fram eftir götunum. En ég tek fram að magn er ekki sama og gæði. (Gripið fram í.) Þau gögn sem við fengum vorum prýðileg en það þurfti frekari gögn og það þurfti frekari rannsóknir. Ég er ekki að gera lítið úr því sem við fengum. Við höfum gert tilraunir til þess að fá meira en við höfðum því miður ekki nægan tíma. Og það er um þann tíma sem við höfðum hér í þinginu til þess að fjalla um málið sem ég er að tala. Ég held að við deilum ekki um það, en ég tek fullt mark á ábendingum hv. þm.

Almenningur átti sáralítinn kost á að koma að þessu máli nema í einhliða skeytasendingum til nefndanna og almenningur nýtti sér það. Þar var ekki um neitt kæruferli að ræða eða neina þá kynningu á málinu eins og ef skipulagsstjóri hefði kynnt málið með gögnum, teikningum og ... (Forseti hringir.) Þetta var því miður ekki gert.