Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Laugardaginn 18. desember 1999, kl. 18:51:13 (3495)

1999-12-18 18:51:13# 125. lþ. 49.19 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 125. lþ.

[18:51]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka fyrir þessa stórgóðu ræðu sem hér var flutt af hv. formanni umhvn. Ég legg áherslu á að herra forseti hafi hlýtt á hana mjög gaumgæfilega því að hún snertir mjög alvarlega störf þingsins. Hv. þm. og formaður umhvn. nefndi 24 atriði -- svo taldist mér til en þó missti ég held ég úr --- sem á skorti að hefðu fengið eðlilega umfjöllun og því þyrfti að fara fram lögformlegt mat á umhverfisáhrifum. Þessi atriði voru lagaleg, umhverfisleg, alþjóðleg og ekki síst um að nefndin hefði alls ekki fengið tíma til þess að fjalla um málið eins og sem stærð þess krefur.

Ég bendi hæstv. forseta á þessi orð. Og ég spyr hv. formann umhvn.: Getur við ekkert gert til að koma vitinu fyrir þessa iðnn.?