Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Mánudaginn 20. desember 1999, kl. 10:20:03 (3514)

1999-12-20 10:20:03# 125. lþ. 50.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, Frsm. 2. minni hluta RG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 125. lþ.

[10:20]

Frsm. 2. minni hluta iðnn. (Rannveig Guðmundsdóttir) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Í fyrsta lagi óskaði ég eftir að fá orðið aftur til að leiðrétta sjálfa mig sóma míns vegna. Í umfjöllun okkar er alltaf talað um framkvæmdaraðila og ekkert annað og mér varð á að segja að framkvæmdaraðili væri Landsvirkjun sem að sjálfsögðu er rangt. Framkvæmdaraðili þarna er ekki Landsvirkjun. Ég er svo vön því að tala um framkvæmdaraðilann og Landsvirkjun í sama vetfangi. Að sjálfsögðu er framkvæmdaraðilinn Hraun hf. Ég vildi leiðrétta þetta.

Herra forseti. Ég óska í öðru lagi eftir því að ef útilokað er að gert verði hlé á fundi til að fara yfir þau mál sem hafa verið svo heit í umræðunni, að forseti hlutist til um að síðar á þessum morgni geti iðnn. komið saman og þá a.m.k. í tenglsum við hádegishlé til að fara yfir þetta mál. Það er ekki hægt að ljúka málinu öðruvísi en iðnn. skoði greinargerð frá Stefáni Thors skipulagsstjóra og geti komið með réttar upplýsingar, herra forseti.