Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 15:19:31 (3634)

1999-12-21 15:19:31# 125. lþ. 51.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 125. lþ.

[15:19]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta er þvílíkur útúrsnúningur að ekki er hægt að una við það. Hæstv. ráðherra er búinn að vera á sjötta ár í embætti. Tillagan hefur legið fyrir allan tímann og hún bendir eindregið til þess að hægt sé að fá 15--20% lægra orkuverð af þessu svæði, hægt sé að fá helmingi stærri virkjun og hann gengst fyrir því að ganga þessa göngu til enda að sökkva Eyjabökkum án þess að láta skoða þennan möguleika og hann hefur engin svör. Hann er að vísa í gögn sem fylgja málinu núna þegar allt er komið í eindaga.

Hvað varstu að gera í ráðherraembætti, hæstv. ráðherra, þennan tíma?