Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 15:25:34 (3639)

1999-12-21 15:25:34# 125. lþ. 51.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 125. lþ.

[15:25]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil bara hafa það alveg skýrt að forsendurnar sem hagfræðingarnir hafa yfirleitt gefið sér hafa verið á misskilningi byggðar. Ég fór yfir það áðan og ég skil ekkert í hv. þm. Ögmundi Jónassyni (ÖJ: Hvaða forsendur?) sem ég er búinn að gera í þessum umræðum að merkilegri hagfræðingi en öllum þeim sem hér hefur verið vitnað í vegna þess að hv. þm. væri nær raunveruleikanum en nokkur annar í útreikningum sínum. Ég skil ekkert í hv. þm. að halda enn fram þeim röngu forsendum sem þessir hagfræðingar hafa gefið sér. (Gripið fram í.) Herra forseti. Ég efast hins vegar um hagfræðiþekkingu Ögmundar Jónassonar eftir þetta andsvar vegna þess að ef Landsvirkjun hefur verið að tapa stórkostlegum fjármunum og tugum millj. kr. á undanförnum árum hvernig í ósköpunum getur þá staðið á því að fyrirtækið er með 26 milljarða kr. í eigið fé? Hvernig kemur hagfræðingurinn Ögmundur Jónasson þessu heim og saman? (ÖJ: Almenningur blæðir.)