Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 17:01:30 (3666)

1999-12-21 17:01:30# 125. lþ. 51.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 125. lþ.

[17:01]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Það hefur áður komið fram að við höfum sérstakt lag á að misskilja hvor annan, ég og hv. þm. Einar Már Sigurðarson. Ég vona að við séum að gera það. En staðreyndin er sú að þeir sem hafa haldið uppi gagnrýni á þessa ráðagerð, á þessar framkvæmdir hafa þurft að brjótast í gegnum sönnunarmúrinn vegna þess að valdið í þessu máli er á hendi ríkisstjórnarinnar, er á hendi hæstvirtra ráðherra og meiri hluta Alþingis. (Gripið fram í.) Og það er þeirra sem hann nefnir sérstaklega, pistlahöfundanna, leiðarahöfundanna og hagfræðinganna að brjótast í gegnum þennan sönnunarmúr. Ég vona að okkur hafi tekist það. Það kemur í ljós við atkvæðagreiðslu um þetta mál sem fram fer síðar í dag.