Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 17:02:28 (3667)

1999-12-21 17:02:28# 125. lþ. 51.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, EMS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 125. lþ.

[17:02]

Einar Már Sigurðarson (andsvar):

Herra forseti. Ég var að benda á að þrátt fyrir þetta ægivald í fjölmiðlaheiminum og hið mikla fjármagn sem menn hafa greinilega haft aðgang að, þá hefur ekki dugað það markmið sem þeir menn settu sér, sem settu af stað hina svokölluðu undirskriftasöfnun hinna svokölluðu umhverfisvina. Á því er ég að vekja athygli og þess vegna, hv. þm., var ég að segja að ég virti hinar lýðræðislegu leikreglur. Ég virði vilja meiri hlutans. Það hefur ekki tekist, sem var augljóslega tilgangurinn með þessu öllu saman, að láta í það skína að meiri hluti þjóðarinnar væri annarrar skoðunar en menn gera ráð fyrir að meiri hluti Alþingis sé. Það hefur gjörsamlega mistekist og það er einnig athyglisvert, herra forseti, að hv. þm. hefur ekki tekið eins vel undir þær ályktanir sem fjöldi samtaka launafólks og launafólk hefur verið að gera og eftir því var tekið.