Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 18:00:56 (3674)

1999-12-21 18:00:56# 125. lþ. 51.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, RG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 125. lþ.

[18:00]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Herra forseti. Hér er stórmál til afgreiðslu sem klofið hefur þjóðina í tvo hluta. Tekist er á um vinnubrögð. Forsenda þess að ná megi sátt um þessa framkvæmd er að fram fari umhverfismat. Þess vegna flytur Samfylkingin þessa sáttatillögu og hefur reynt í málflutningi sínum að ná um hana stuðningi.

Tillagan er í raun viðauki við tillögu ríkisstjórnarinnar um að enda hefjist framkvæmdir ekki nema að fengnu jákvæðu mati á umhverfisáhrifum framkvæmdanna samkvæmt ákvæðum laga nr. 63/1993. Það hefði verið sómi Alþingis að segja já við þessari tillögu. Ég harma viðbrögð stjórnarsinna. Ég segi já.