Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 18:06:01 (3677)

1999-12-21 18:06:01# 125. lþ. 51.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 125. lþ.

[18:06]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Þar sem tillagan sem hér hefur legið fyrir og hefur verið til umræðu í tvo daga er studd gögnum sem færustu vísindamenn, embættismenn ríkisstofnana og fagmenn í þeim greinum sem hlut eiga að máli hafa dæmt gölluð og allsendis ófullnægjandi og þar sem komnar eru upp rökstuddar efasemdir um að hér sé farið að lögum, þá er ein leið til að koma í veg fyrir að stórslys verði. Sú leið heitir lögformlegt mat á umhverfisáhrifum. Meiri hluti umhvn. hefur lýst því yfir að þannig skuli á málum haldið. Þess vegna flyt ég þessa brtt. um að Alþingi álykti að ríkisstjórnin láti fara fram mat samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar og segi því já.