Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 18:15:12 (3686)

1999-12-21 18:15:12# 125. lþ. 51.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, HjÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 125. lþ.

[18:15]

Hjálmar Árnason:

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um verulega stórt mál fyrir íslenska þjóð. Verði þáltill. hæstv. iðnrh. samþykkt mun hún styrkja atvinnu- og efnahagslíf þjóðarinnar. Verði hún samþykkt mun hún styrkja byggð á Miðausturlandi og þar með snúa þeirri byggðaþróun við sem átt hefur sér stað að undanförnu. Verði hún samþykkt mun hún efla öryggi í rafmagnsframleiðslu landsmanna. Verði hún samþykkt mun hún ýta undir nýtingu vistvænna orkugjafa. Ég segi því já, herra forseti.