Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 18:18:09 (3690)

1999-12-21 18:18:09# 125. lþ. 51.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 125. lþ.

[18:18]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Ríkisstjórnin ber ábyrgð á alvarlegum og illvígum deilum sem hafa skipt þjóðinni í stríðandi fylkingar með því að fara ekki með Fljótsdalsvirkjun í lögformlegt umhverfismat. Fjárhagsgrundvöllur þessara framkvæmda stendur á brauðfótum. Mat á byggðaáhrifum framkvæmdanna er líka í mikilli óvissu. Það eina sem er öruggt er að ríkisstjórnin þorir ekki með framkvæmdina í lögformlegt umhverfismat og ef í hana verður á annað borð ráðist munu dýrmæt náttúruverðmæti glatast. Ríkisstjórnin verður sjálf að bera ábyrgð á þessu umhverfisslysi, ekki síst þegar mestar líkur eru á bullandi tapi á allri framkvæmdinni sem skattgreiðendur þurfa að bera. Þingmaðurinn segir nei.