Byggðastofnun

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 19:14:46 (3722)

1999-12-21 19:14:46# 125. lþ. 51.5 fundur 224. mál: #A Byggðastofnun# (heildarlög) frv. 106/1999, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 125. lþ.

[19:14]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. iðnrh. fyrir þau svör sem hann gaf um að ekki væri verið að vinna neina formlega vinnu sem lyti að því að færa þessar rannsóknastofnanir saman og undir iðnrn. Ég tek alveg heils hugar undir það að samstarf er gott og þarf að eflast og er aldrei nógu mikið, er stöðugt eitthvað sem unnið er að.

Ég verð þó, herra forseti, að benda á þá sterku tilhneigingu sem er í því að draga alla rannsókna- og þróunarvinnu og þekkingariðnað til Stór-Reykjavíkursvæðisins. Það þarf að beita afli til að hún fari fram annars staðar. Það er líka hættulegt að beita hugtakinu hagræðing og þess háttar hugtökum í því sambandi. Það er pólitísk sýn og vilji sem þar þarf að vera og ég óska eftir því að hæstv. iðnrh. standi að þeirri pólitísku sýn og gefi henni afl, að rannsókna- og þróunarstarfsemin geti byggst í auknum mæli upp út um land, út um héruðin á forsendum heimamanna.