Byggðastofnun

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 19:18:43 (3725)

1999-12-21 19:18:43# 125. lþ. 51.5 fundur 224. mál: #A Byggðastofnun# (heildarlög) frv. 106/1999, iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 125. lþ.

[19:18]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Þetta getur verið mjög stutt. Ég hef engin áform í þá veru að taka allar atvinnuvegarannsóknir og setja undir menntmrn. Rannsóknastarfsemi í landinu á að heyra undir menntmrn. en starfsemi rannsóknastofnana atvinnuveganna, eftir því hvar þær leggjast eftir atvinnugreinum, mun heyra undir viðkomandi ráðuneyti.

Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að menn þurfi að horfa á atvinnugreinaskiptinguna algerlega upp á nýtt innan Stjórnarráðsins.