Fjarskipti

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 19:46:48 (3735)

1999-12-21 19:46:48# 125. lþ. 51.8 fundur 122. mál: #A fjarskipti# (heildarlög) frv. 107/1999, Frsm. meiri hluta ÁJ
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 125. lþ.

[19:46]

Frsm. meiri hluta samgn. (Árni Johnsen):

Herra forseti. Ég mæli fyrir brtt. við frv. um fjarskipti. Brtt. er svohljóðandi:

Við 39. gr. 1. málsl. 3. mgr. orðist svo: Framleiðandi eða umboðsmaður hans sem hyggst setja á markað þráðlausan búnað í tíðnisviðum þar sem notkun hefur ekki verið samræmd á Evrópska efnahagssvæðinu skal tilkynna Póst- og fjarskiptastofnun um þessa fyrirætlun með minnst fjögurra vikna fyrirvara.

Þetta er einnig að hluta til samræmingar atriði til að ekki verði árekstrar í framgangi mála og um það snýst brtt.