Vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 21:33:37 (3745)

1999-12-21 21:33:37# 125. lþ. 51.31 fundur 228. mál: #A vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum# (gjald fyrir veiðikort) frv. 131/1999, ÓÖH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 125. lþ.

[21:33]

Ólafur Örn Haraldsson:

Hæstv. forseti. Með frv. þessu er veiðikortagjald hækkað vegna rjúpnarannsókna. Það er m.a. gert í framhaldi af þáltill. þess þingmanns sem hér stendur. Að mínu mati á ríkisvaldið að standa undir þessum náttúrufarsrannsóknum. Veiðikortagjaldið og veiðikortakerfið er vöktunarkerfi sem á sér skamma reynslu að baki og byggir á samkomulagi og trausti milli veiðimanna annars vegar og veiðistjóra og umhvrn. hins vegar. Nokkrir hnökrar voru í þessu samstarfi en þeir höfðu verið leystir og horfðu menn fram á betri tíð. Með frv. þessu án samráðs við skotveiðimenn gæti það samstarf raskast.

Ég tel jafnframt að finna hefði mátt aðrar leiðir til þess að afla fjár í sátt við skotveiðimenn og enn fremur hefði þurft að ná samkomulagi um reglur um úthlutun úr veiðikortasjóði. Því greiði ég ekki atkvæði.